fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Kolbrún gagnrýnir harðlega áform um nýja kjarasamninga – Millistéttin borgi brúsann en bankar sleppi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 13:30

Kolbrún er ekki sátt við áform SA og breiðfylkingar ASÍ um krónutöluhækkanir. Mynd/Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, er gagnrýnin á þau áform SA og ASÍ að gera langtíma kjarasamning sem byggir á krónutöluhækkunum. Bönkum og stöndugum stórfyrirtækjum yrði þá hlíft en meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun. Auk þess yrði milljörðum velt inn í bótakerfið sem yrði að mestu fjármagnað af millistétt.

„Jöfn krónutöluhækkun mun draga enn frekar úr hvata til menntunar og stuðla að áframhaldandi kaupmáttarrýrnun í launum stórs hluta millistéttar,“ segir Kolbrún í aðsendri grein hjá Vísi í dag.

Bitnar á ferðaþjónustu og verslun

Hún segir því miður ekki líklegt að áform SA og „breiðfylkingar“ ASÍ muni stuðla að sátt á vinnumarkaði. Þvert á móti muni þau leiða til átaka og verkfalla. Þetta sé andstætt markmiðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum.

„Samtök atvinnulífsins hafa sögulega séð verið höll undir kjarasamninga sem útfæra launahækkanir í krónutölum. Heildarkostnaður slíkra samninga fyrir fyrirtæki landsins er enda oft minni en kjarasamninga með jöfnum prósentuhækkunum,“ segir Kolbrún.

Krónutöluhækkanir leiði til mismikilla prósentuhækkana hjá fyrirtækjum og byrði samninga því misdreift. Þetta bitnar harðast á ferðaþjónustu og verslun, þar sem þegar er minnst svigrúm til hækkana.

„Arðbærum stórfyrirtækjum með sérfræðinga innanborðs t.d. fjármálafyrirtækjum og hátæknifyrirtækjum er hlíft við dýrum kjarasamningum þegar útfærslan er í jafnri krónutölu. Þeim fyrirtækjum sem helst hafa efni á að greiða hærri laun án þess að velta hækkuninni í verðlag!“ segir Kolbrún.

Kolbrún talar frekar fyrir blandaðri leið prósentu og lágmarkskrónutöluhækkun. Hún sé betur til þess fallin að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði og draga úr verðbólgunni.

Millistéttin borgi bætur

Þá gagnrýnir hún að samningsaðilar fari fram á 20 til 30 milljarða króna innspýtingu skattgreiðenda inn í bótakerfin án þess að tekna verði aflað á móti frá til dæmis ríkasta 0,1 prósenti landsins.

„Að óbreyttu skattkerfi verður aðgerðin því að mestu fjármögnuð af millistéttinni í formi beinna og óbeinna skatta. Óþarft er að rekja hér andstöðu SA við aukna skattheimtu á stórfyrirtæki, nægir að nefna hækkun auðlindagjalds eða hækkun fjármagnstekjuskatta,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn