fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Viðbragðsaðilar leita manns sem talinn er hafa fallið í sprungu í Grinda­vík

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 11:46

Grindavík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum leita nú manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík.

Vísir greindi fyrst frá. Í samtali við DV segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að útkallið hafi borist um klukkan 10:40 í morgun. Lögreglumenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarmenn séu að störfum á vettvangi.

Nákvæm staðsetning liggur ekki fyrir, en um sé að ræða stóru sprunguna sem liggur í gegnum bæinn, sem myndaðist í jarðhræringum síðustu vikna. Jón Þór sagðist ekki vita hvað margir eru á vettvangi við leitina, í hvaða erindum maðurinn var á svæðinu og hvað sprungan er djúp.

Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið að störfum við að fylla upp í sprungu. Úlfar segist þó ekki vita til þess að nokkur hafi séð manninn falla ofan í sprunguna. Grunur hafi samt vaknað um slysið og viðbragðsaðilar því kallaðir út. Segir hann ekki tímabært að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Sjá einnig: Verkfæri mannsins fundust í sprungunni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim