fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sveddi tönn dæmdur í fangelsi í Brasilíu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. janúar 2024 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Gunnarsson, öðru nafni Sveddi tönn, hefur verið dæmdur í sex ára og níu mánaða fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnabrot. Dómurinn féll í Ríó de Janeiro þann 23. nóvember síðastliðinn en Sveddi var dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni 150 grömm af maríjúana og 3,6 grömm af kókaíni ætluð til sölu og dreifingar.

Vísir.is greinir frá þessu.

Efnin fundust við húsleit sem gerð var í tengslum við hinar svokölluðu Match Point aðgerðir brasilísku alríkislögreglunnar þann 14. apríl 2023. Sveddi er grunaður um að vera höfuðpaur í fíkniefnahring í Brasilíu.

Sveddi er fæddur árið 1972 og hófst brotaferill hans strax við sextán ára aldur. Hafði lögreglan þá ítrekað afskipti af honum vegna umferðar- og fíkniefnabrota. Með tíð og tíma urðu brot hans skipulagðari og stórtækari og á árunum 1991-1995 var hann fjórum sinnum sakfelldur fyrir þjófnað, fjársvik og fíkniefnabrot. Viðurnefnið Sveddi tönn fékk hann vegna tannlýtis.

Hann vakti svo gífurlega athygli um aldamótin þegar hann var einn höfuðpauranna í Stóra fíkniefnamálinu. Þar var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi og voru um 20 milljónir í hans eigu gerðar upptækar. Var honum gert að sök að hafa tekið á móti 105 kílóum af kannabis yfir nokkurra mánaða tímabil. Teygði málið sig út fyrir landsteinana til Danmerkur, Hollands og Bandaríkjanna og varðaði innflutning á miklu magni af kannabis, amfetamíni, kókaíni og e-pillum.

Í kjölfar málsins var í fyrsta sinn dæmt fyrir peningaþvætti á Íslandi en Sveddi hafði skipulagt þvættið í gegnum kjötvinnslufyrirtækið Rimax. Fjallað var um Svedda í þáttunum Sönn íslensk sakamál þar sem fram kom að hann lifði hátt, átti miklar eignir, góða bíla og gekk í dýrum fatnaði.

Sjá nærmynd DV af Svedda tönn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast