fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Fimm störf sem Rooney gæti tekið að sér næst – Sumt yrði ansi óvænt

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney var í gær rekinn sem stjóri Birmingham. The Sun tók saman lista yfir fimm störf sem kappinn gæti tekið að sér næst.

Rooney tók við Birmingham í haust og þá var liðið í sjötta sæti ensku B-deildarinnar. Var John Eustace mjög óvænt rekinn til að koma Rooney að.

Undir stjórn Rooney vann Birmingham aðeins tvo af fimmtán leikjum sínum og situr nú í 20. sæti.

Rooney var því rekinn en hér má sjá lista yfir störf sem hann gæti tekið við.

Salford City
Félagið er í eigu fyrrum liðsfélaga hans hjá Manchester United, þeirra Nicky Butt, David Beckham, Paul Scholes, Ryan Giggs, Gary Neville og Phil Neville. Liðið er í D-deild með stóra drauma en hefur ekki tekist að koma sér ofar.

Inter Miami
Beckham á Inter Miami einnig og Lionel Messi og fleiri stjörnur spila með liðinu. Gerardo Martino er að gera ansi góða hluti með Inter Miami og ólíklegt að hann fari í bráð. Beckham hefur hins vegar áður ráðið fyrrum liðsfélaga, Phil Neville og vilji hann gera það aftur gæti Rooney reynst kostur.

Sádi-Arabía
Sádar vilja halda áfram að sanka að sér stjörnum í deild sína, bæði leikmönnum og knattspyrnustjórum. Það myndi því án efa freista þeirra að fá mann á borð við Rooney í deildina.

Enska landsliðið
Mjög langsótt en Gareth Southgate er líklega á förum eftir EM næsta sumar. Rooney hefur mikla reynslu af landsliðsbolta frá árum sínum sem leikmaður en það verður að teljast ólíklegt að hann yrði ráðinn landsliðsþjálfari í bráð.

Manchester United
Einnig langsótt en sæti Erik ten Hag er heitt og United hefur áður ráðið fyrrum leikmann sem átti eftir að sanna sig í þjálfun, Ole Gunnar Solskjær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám
433Sport
Í gær

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“