fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Greenwood hent af velli fyrir ljótt orðbragð – Opinberar hvað hann sagði og segir að um misskilning sé að ræða

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood var rekinn af velli í leik Getafe gegn Rayo Vallecano í La Liga í gær. Fékk hann rauða spjaldið eftir orðaskipti við dómara leiksins en stjóri Getafe segir hann ekki hafa móðgað neinn.

Getafe tapaði 2-0 í gær en endaði leikinn þremur mönnum færri. Greenwood var annar leikmaðurinn til að vera rekinn út af og var það á 50. mínútu.

Englendingurinn ungi var pirraður á hversu oft hafði verið brotið á honum og í myndavélunum virtist hann segja „farðu til fjandans (e. fuck off)“ við dómarann.

Jose Bordalas, stjóri Getafe, segir svo ekki vera.

„Hann sagði „ekki láta svona við mig (e. don’t fuck with me),“ bara það. Þetta var pirringur en hann móðgaði engan.“

Greenwood hefur verið mikið í umræðunni en hann er orðaður við Barcelona og Atletico Madrid þessa dagana eftir flotta frammistöðu á láni hjá Getafe frá Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að persónuleiki Rashford fæli önnur félög burt

Segir að persónuleiki Rashford fæli önnur félög burt
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Segir að framtíð Jackson sé í mikill hættu

Segir að framtíð Jackson sé í mikill hættu
433Sport
Í gær

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Í gær

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax
433Sport
Í gær

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni