fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Fyrirliðinn var farinn að efast um sjálfan sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. desember 2023 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes segir að hann hafi stundum efast um sjálfan sig á erfiðum köflum Manchester United á þessari leiktíð.

Fyrirliðinn ræddi við fjölmiðla eftir magnaðan endurkomusigur United á Aston Villa í gær, en liðið hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð.

„Trúin þarf að vera til staðar því ef hún fer verður þetta mjög erfitt,“ sagði Fernandes.

„Þegar gengur svona illa byrjar þú að hugsa: Er ég nógu góður til að vera hérna? Það er eðlilegt þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp. Þetta snýst um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp.“

Fernandes segir að leikmenn United hafi allan tímann haft trú á því að liðið gæti komið til baka í leiknum í gær.

„Við vissum að ef við gætum skorað fyrsta mark seinni hálfleiksins gætum við snúið þessu við. Við höfum æft mikið til að búa til færi og mörk.

Sem leikmaður Manchester United veistu að þú munt fá gagnrýni en þú þarft að geta tekist á við það og spilað á þessu stigi,“ sagði Fernandes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“