fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Fyrirliðinn var farinn að efast um sjálfan sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. desember 2023 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes segir að hann hafi stundum efast um sjálfan sig á erfiðum köflum Manchester United á þessari leiktíð.

Fyrirliðinn ræddi við fjölmiðla eftir magnaðan endurkomusigur United á Aston Villa í gær, en liðið hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð.

„Trúin þarf að vera til staðar því ef hún fer verður þetta mjög erfitt,“ sagði Fernandes.

„Þegar gengur svona illa byrjar þú að hugsa: Er ég nógu góður til að vera hérna? Það er eðlilegt þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp. Þetta snýst um hvernig þú bregst við þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp.“

Fernandes segir að leikmenn United hafi allan tímann haft trú á því að liðið gæti komið til baka í leiknum í gær.

„Við vissum að ef við gætum skorað fyrsta mark seinni hálfleiksins gætum við snúið þessu við. Við höfum æft mikið til að búa til færi og mörk.

Sem leikmaður Manchester United veistu að þú munt fá gagnrýni en þú þarft að geta tekist á við það og spilað á þessu stigi,“ sagði Fernandes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai