Richarlison, leikmaður Tottenham, var nálægt því að gefast upp á knattspyrnu er hann var aðeins 16 ára gamall.
Richarlison fór á reynslu til liða í Brasilíu en þar gekk lítið upp og fékk hann ekki samning fyrr en tveimur árum seinna.
Brasilíumaðurinn þurfti að hjálpa til á heimilinu og byrjaði til að mynda að selja ís svo hann gæti matað fjölskyldu sína.
Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af peningamálum í dag en sóknarmaðurinn var keyptur fyrir 40 milljónir punda til Everton síðasta sumar.
,,Eftir að fyrsta reynslan gekk ekki upp þá þurfti ég að gera mitt á heimilinu,“ sagði Richarlison.
,,Mamma vildi sjá mig vinna og læra, hún setti pressu á mig að koma mat á borðið og vera hluti af fjölskyldunni heima.“
,,Ég var mjög nálægt því að hætta og fá mér vinnu. Ég byrjaði að selja ís, ég var að þvo bíla og aðstoðaði afa minn. Hann ræktaði kaffibaunir og hnetur.“