fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Margeir sagður hafa gert leyniupptöku af lögreglukonu sem hann áreitti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. desember 2023 09:00

Margeir Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sagður hafa hljóðritað samtal við lögreglukonu sem hann áreitti.

Heimildin greinir frá þessu í nýjasta tölublaði sínu.

Er Margeir sagður hafa reynt að nýta sér það sem fram kom á upptökunni þegar sálfræðistofa var fengin til að leggja mat á samskipti hans við konuna.

Margeir tók við nýrri stöðu hjá lögreglu þegar hann sneri aftur úr leyfi sem hann var sendur í. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að hann hafi verið sendur í leyfi eftir að lögreglukona kvartaði undan áreitni og ofbeldisfullri hegðun hans yfir margra mánaða tímabil.

Í umfjöllun Heimildarinnar í dag segir að Margeir hafi meðal annars gerst sekur um að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sitja fyrir henni í vinnunni.

Umfjöllun Heimildarinnar má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað