fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Segir að rottan í herbúðum Manchester United sé að skemma fyrir öllum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. desember 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Cole fyrrum framherji Manchester United telur að það sé rotta í klefanum hjá félaginu sem lekur upplýsingum í fjölmiðla.

Undanfarin ár hafa reglulega komið fréttir með upplýsingum úr búningsklefa félagsins.

„Það er klárlega rotta þarna inni,“ segir Cole en oft er talað um rottu þegar einhver segir frá hlutum sem kannski ættu að vera í ákveðnum hópi.

„Það á ekkert að koma út úr klefanum, alveg sama hvað hefur gengið á.“

Erik ten Hag er sagður hafa lítinn stuðning í klefanum og hafa virtir blaðamenn í Bretlandi það eftir heimildum, sem taldar eru koma úr klefa féalgsins.

„Ef þú ert í góðum búningsklefa, það koma þessar upplýsingar aldrei fram.“

„Ef hugarfar sigurvegarans er í gangi, þá munu ekki allir ná saman. Hjá Manchester United er leki reglulega, ef klefinn væri samheldinn þá væri þetta ekki í gangi.“

„Þetta fer allt að leka út þegar það gengur ekki vel,“ segir Cole og segir þetta skemma fyrir liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjónlýsing á öllum leikjum

Sjónlýsing á öllum leikjum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýliðarnir tóku ekki sénsinn á nýjum markverði United

Nýliðarnir tóku ekki sénsinn á nýjum markverði United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“