fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Hafa miklar áhyggjur af Navalny – Enginn veit hvar hann er niðurkominn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. desember 2023 06:28

Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hafa miklar áhyggjur af velferð hans. Rúm vika er síðan til hans spurðist síðast.

Navalny afplánar nú fangelsisdóm fyrir að skipuleggja og fjármagna starfsemi öfgasamtaka. Í febrúar 2022 var hann dæmdur í níu ára fangelsi og í ágúst síðastliðnum bættust nítján ár við dóminn.

Kira Yarmish, talskona Navalny, segir að lögmenn hans hafi reynt að heimsækja hann á mánudaginn fyrir viku í fangelsið þar sem hann afplánar dóminn. Þegar þangað var komið fengu þeir skilaboð þess efnis að Navalny væri ekki þar. Hafa þeir ekki fengið upplýsingar um hvar hann er niðurkominn.

Stuðningsmenn Navalny segja að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús fyrir skemmstu eftir að fallið í yfirlið í fangelsinu. Leikur grunur á að hann hafi lítið sem ekkert nærst síðustu vikur. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um heilsu hans eða hvar hann er niðurkominn sem fyrr segir.

Vegna þessa hafa lögmenn hans miklar áhyggjur af heilsu hans en Navalny átti að mæta fyrir dóm í gær en ekkert varð af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur varpar sprengju um meint lögbrot Hæstaréttar sem lögreglan neitaði að rannsaka – „Ég á bréfin heima. Ég hef aldrei sagt frá þessu áður“ 

Þorvaldur varpar sprengju um meint lögbrot Hæstaréttar sem lögreglan neitaði að rannsaka – „Ég á bréfin heima. Ég hef aldrei sagt frá þessu áður“ 
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Frosti segir yfirlýsingu Ingibjargar dapra – „Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sé“

Frosti segir yfirlýsingu Ingibjargar dapra – „Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sé“
Fréttir
Í gær

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins

Vilborg segir að fólki sé misboðið vegna ákvörðunar Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision

Egill spyr hvort Íslendingar þurfi ekki að læra lexíu af Eurovision
Fréttir
Í gær

Reykholtsmálið: Fólk tengt fjölskylduböndum grunað um fjárkúgun og líkamsárás gegn palestínskum manni – Sendu hann illa farinn úr landi

Reykholtsmálið: Fólk tengt fjölskylduböndum grunað um fjárkúgun og líkamsárás gegn palestínskum manni – Sendu hann illa farinn úr landi
Fréttir
Í gær

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu