fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. desember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við því að öryggisgæsla á samkomum líkt og fram fór á föstudag í Veröld, húsi Vigdísar, verði hert eftir að mótmælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að meiri öryggisgæsla verði þannig viðhöfð á samkomu til minningar um helförina en til stóð. Morgunblaðið ræddi við fulltrúa erlends ríkis sem sagði að hætt hefði verið við að hafa opið á minningarstund um helförina því ekki væri lengur á það hættandi.

Þá ræddi Morgunblaðið við fulltrúa annars erlends ríkis sem sagði það koma mjög á óvart að mótmælendur gætu tekið yfir fundi í Háskóla Íslands líkt og þeir gerðu á föstudag.

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði við mbl.is á föstudag að mótmælendur í Veröld hefðu gengið of langt. Benti hann á að hingað til hefði ekki verið talin þörf á mikilli gæslu í kringum ráðamenn.

„Þetta er bara í skoðun eft­ir þá at­b­urðarás sem við sáum þarna. Þetta er nátt­úru­lega eng­an veg­inn viðeig­andi,“ sagði Karl Steinar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun

Starfsmaður Landspítalans fletti upp í sjúkraskrá án heimildar – Gaf upp ástæðu sem stóðst ekki skoðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum