fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Hvað gekk henni til? spyr Kristrún Frostadóttir sem segir reglugerð Þórdísar Kolbrúnar beinlínis stuðla að húsnæðisskorti í Reykjavík

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. desember 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, setti ofan í við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og fyrrverandi ferðamálaráðherra, á Alþingi í morgun í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

Kristrún spurði Þórdísi Kolbrúnu hvað henni hefði gengið til þegar hún, sem ferðamálaráðherra, setti reglugerð árið 2018 þar sem afnumin var sú kvöð að íbúðarhúsnæði sem notað væri til skammtímaleigu til ferðamanna (AirBnB) skyldi flokkað sem atvinnuhúsnæði. Þessi flokkun skiptir miklu máli vegna þess að fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði eru tíföld á við það sem þau eru af íbúðarhúsnæði.

Allt skekkir þetta samkeppnisstöðuna við önnur fyrirtæki í gistiþjónustu eða hvaða fyrirtæki sem er sem þarf að skrá húsnæði sitt sem atvinnuhúsnæði, borga fasteignagjöld af því sem slíku og fylgja skipulagsreglum sveitarfélaga um atvinnuhúsnæði,“ sagði Kristrún. Hún benti jafnframt á að frá því að reglugerðin var sett „hefur sú þróun ágerst af miklum þunga að nýjar íbúðir séu ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn, jafnvel heilu blokkirnar.

Kristrún sagði þessa breytingu hafa gert það að verkum að á meðan ferðamenn gistu í íbúðarhúsnæði hér á landi neyddust íbúar landsins að búa í atvinnuhúsnæði

Í nýjustu mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á þetta sama atriði. Þar kemur fram að „skammtímaleigumarkaðurinn sé farinn að mynda aukinn þrýsting á fasteigna- eða langtímaleigumarkað, þ.e. með því að draga til sín íbúðir sem annars hefðu verið notaðar undir íbúðarhúsnæði.“

Ráðherra hafði fá svör við fyrirspurn Kristrúnar en fullyrti að þegar reglugerðin var sett hefði ekki verið búið að setja neinn ramma um AirBnB. Kristrún steig aftur í ræðustól og benti ráðherranum á að lögin um heimagistingu  eru frá 2016 sagði umrædda reglugerð Þórdísar frá 2018, sem breytti fyrri reglugerð frá 2016, í raun hafa slakað mjög á þeim ramma sem eldri reglugerðin mótaði um þessa starfsemi meðal annars vegna þess að nýja reglugerðin afnam þá kvöð að íbúðarhúsnæði sem notað væri til skammtímaútleigu skyldi flokkað sem atvinnuhúsnæði. Þetta hefði líka valdið sveitarfélögum tekjutapi vegna þeirrar ívilnunar sem felst í því að fyrirtæki og einstaklingar með fjölda íbúða í útleigu til ferðamanna greiða einungis einn tíunda hluta þeirra fasteignagjalda sem þau annars hefðu gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra