fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Björn Leví vill hækka framlög til lögreglunnar en að Þjóðkirkjan fái minna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. desember 2023 12:30

Björn Leví Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd Alþingis, hefur gert nokkrar breytingatillögur við fjálagafrumvarp næsta árs sem er nú til meðferðar á Alþingi en framhald annarrar umræðu um frumvarpið fer fram í þinginu. Meðal tillagna Björns Leví er að hækka framlög til bæði lögreglunnar og héraðssaksóknara umfram það sem kveðið er á um í frumvarpinu.

Björn Leví leggur til að framlög til lögreglunnar verði aukin um milljarð króna í því skyni að fjölga ársverkum í almennri löggæslu og rannsóknarvinnu. Hann leggur sömuleiðis til að framlög til Embættis héraðssaksóknara verði aukin um 420 milljónir króna til að efla embættið.

Björn Leví leggur til útgjaldaukningu í fleiri málaflokkum en á móti leggur hann til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður sem muni skila ríkissjóði 15 milljörðum króna en hann leggur til að sú upphæð renni sem ígildi útsvars í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hann leggur sömuleiðis til að kolefnisgjald verði hækkað um 7 milljarða króna.

Björn Leví leggur einnig til að sóknargjöld og framlög til Þjóðkirkjunnar, sem byggjast á kirkjujarðasamkomulagi kirkjunnar og ríkisins, verði felld niður og sömuleiðis framlög til bygginga eða endurbóta á kirkjum og mannvirkjum þeim tengdum sem meirihluti fjárlaganefndar hafi lagt til. Alls myndi fyrrnefndi liðurinn vera skorinn niður um 7,4 milljarða króna ef tillögur Björns Leví ná fram að ganga.

Auk tillagna um aukin útgjöld til lögreglu og héraðssaksóknara leggur Björn Leví til eftirfarandi útgjaldaaukningu umfram það sem kveðið er á um í frumvarpinu.

Orkuskipti: 3 milljarðar þar af 2,4 til orkuskipta í almenningssamgöngum.

Uppbygging hjóla- og göngustíga: 3 milljarðar

Samkeppniseftirlitið: 420 milljónir

Loftslagssjóður: 800 milljónir

Íslenskukennsla fyrir innflytjendur: 115 milljónir

Hækkun húsnæðisbóta vegna hækkunar á húsaleigu af völdum verðbólgu: 1 milljarður

Samtökin 78: 50 milljónir

Loks leggur Björn til að heimild ráðherra til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf. verði seld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist