fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Lygileg frásögn Simma Vill – „Allt í einu fór mig að svíða alveg svakalega í pungnum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. desember 2023 20:30

Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson sagði í síðasta þætti af hlaðvarpinu 70 Mínútur skemmtilegar sögur frá því hann var í handbolta- og fótbolta á sínum yngri árum. Þar komu harpix og hitakrem við sögu.

Sigmar sagði nefnilega frá því að hann hafi lent í því í kappleikjum að þetta tvennt hafi farið nálægt hans allra heilagasta.

„Ég var að spila með klístur (harpix) og í hálfleik henti ég mér á klósettið og pissaði. Það var ekki gott múv. Það fór klístur á hann,“ sagði Sigmar og hló.

Þá lenti hann í öðru eins er hann var að spila fótboltaleik sem unglingur.

„Ég var með ógeðslega sterkt hitakrem frá Kóreu og setti það á nárasvæðið. Pungurinn snerti nárann, eins og vill koma fyrir, og allt í einu fór mig að svíða alveg svakalega í pungnum.“

Þetta hafði þó sína kosti, sagði Sigmar.

„Þjálfarinn mig sagði að ég hafi sjaldan hlaupið eins mikið og í þeim leik, ég var eins og þruma á vellinum. Ég var miðjumaður og það var almennt ekki mikil yfirferð á mér, fínn í sendingum og langskotum. En ég hljóp mikið í þessum leik.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær