fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Onana fengi aldrei að spila aftur ef hann væri leikmaður úr akademíunni

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. desember 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, var harðorður í garð markmannsins Andre Onana fyrir helgi eftir leik Manchester United og Galatasaray.

Onana var ekki sannfærandi í 3-3 jafntefli í Meistaradeildinni en hann hefur hingað til ekki verið mjög öruggur á tímabilinu.

Carragher telur að Onana sé að fá of mörg tækifæri og of mikið traust í markinu og ef hann væri leikmaður úr akademíu félagsins fengi hann ekki eina einustu mínútu til viðbótar í vetur.

Onana spilaði einnig með Man Utd í gær sem tapaði 1-0 gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

,,Onana kostaði liðið stig bæði heima og úti gegn Galatasaray og var lélegur gegn Bayern Munchen,“ sagði Carragher.

,,Hann varði víti gegn FC Kaupmannahöfn á Old Trafford en það er einn plús á móti mörgum mínusum. Hvernig hann stóð sig í Tyrklandi, það er óásættanlegt fyrir markmann Manchester United.“

,,Ef hann væri leikmaður úr akademíunni og hefði boðið upp á sömu frammistöðu þá myndi hann aldrei spila fyrir aðalliðið aftur. Hann hefur kostað allt of mörg mörk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum