fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Pochettino segir að gagnrýnin sé ósanngjörn – ,,Fékk engan tíma til að hvíla sig“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. desember 2023 10:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Moises Caicedo, leikmaður Chelsea, hefur fengið þónokkra gagnrýni eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar.

Caicedo var mjög eftirsóttur í sumarglugganum en hann var mjög öflugur fyrir Brighton síðasta vetur og kostaði að lokum 115 milljónir punda.

Hingað til hefur Caicedo ekki verið of sannfærandi og eru einhverjir byrjaðir að efast um hans gæði og hvort hann sé nógu góður til að spila fyrir topplið á Englandi.

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, segir að það sé ósanngjarnt að gagnrýna frammistöðu Caicedo hingað til og hefur sjálfur enn fulla trú á hæfileikum leikmannsins.

,,Hann kom til okkar þegar við vorum nú þegar að spila leiki í ensku úrvalsdeildinni og spilaði ekkert á undirbúningstímabilinu,“ sagði Pochettino.

,,Hann meiddist svo með landsliðinu og fékk engan tíma til að hvíla sig eða ná sér að fullu. Nú getur hann einbeitt sér alveg að Chelsea í nokkra mánuði, það er ósanngjarnt að bera hann saman við hvernig hann var á síðasta tímabili.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum