fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Sjáðu viðbrögð Onana eftir að hann setti United í afar slæma stöðu – Kastaði af sér hönskunum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United var í tvígang með tveggja marka forskot á útivelli gegn Galatasaray í Meistaradeild í Evrópu í gær. Liðinu tókst að missa það niður en Andre Onana var í gjafastuði í marki liðsins.

Onana var reiður í leikslok og kastaði af sér hönskunum.

Alejandro Garnacho kom United yfir með laglegu marki og Bruno Fernandes bætti svo við öðru markinu og United í frábæri stöðu.

Á 29 mínútu braut Bruno heimskulega af sér fyrir utan teig. Hakim Zieych tók aukaspyrnu sem Andre Onana tókst ekki að verja en hann hefði átt að gera.

Í upphafi síðari hálfleiks var komið að Scott McTominay að koma United í 1-3 og staðan vænleg fyrir gestina.

Aftur braut Bruno af sér fyrir utan teig og laflaus aukaspyrna Zieych fór í netið en Onana varði boltann inn í markið. Kerem Akturkoglu jafnaði svo fyrir gestina á 71 mínútu og staðan orðin 3-3.

Bæði lið fengu haug af færum eftir þetta en tókst ekki að skora og 3-3 því niðurstaðan. Galatasaray er með fimm stig í riðlinum en United er á botninum með fjögur stig. FCK er með fimm stig eftir jafntefli gegn Bayern í gær.

United þarf að vinna Bayern í síðustu umferð og treysta á jafntefli í leik Galatasaray og FCK til að komast áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið