fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Skokkari tók upp myndband af sjálfum sér myrða mann

Pressan
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 16:30

Garden Grove í Kaliforníu/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður hefur verið sakaður um að skjóta heimilislausan mann til bana. Er hann sagður hafa tekið ódæðið upp á myndband. Að sögn var heimilislausi maðurinn fyrir manninum á gangstétt.

Maðurinn er 68 ára gamall og heitir Craig Sumner Elliott. Í september síðastliðnum var hann að skokka í borginni Garden Grove í Kaliforníu ríki ásamt hundunum sínum tveimur.

Varð þá á vegi hans Antonio García Avalos sem var heimilislaus og 40 ára gamall. Avalos var sofandi á miðri gangstétt. Elliot var með kerru með sér og notaði hana til að ýta við Avalos í þeim tilgangi að vekja hann svo Elliot gæti komist framhjá honum.

Mun Avalos hafa brugðist illa við. Hann æpti á Elliot og sagði honum að fara frá sér.

Er Elliot sagður þá hafa tekið upp skammbyssu.

Að sögn má á myndbandinu sem Elliot tók upp af atburðarrásinni sjá að Avalos hafi hent skó í átt að honum en hann náði að víkja sér undan honum. Því næst hafi Elliot skotið Avalos þrisvar sinnum. Avalos lést síðar af sárum sínum. Elliot hefur verið ákærður fyrir manndráp en ekki morð.

Hann var handtekinn 17. nóvember síðastliðinn en sleppt gegn tryggingu þremur dögum síðar. Málið verður næst tekið fyrir, af dómstól, um miðjan desember.

Elliot á yfir höfði sér allt að 21 árs fangelsi.

CNN greindi frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“