fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Nýtt skilti á björgunarsveitarhúsi Grindavíkur sýnir viljann í að snúa aftur heim

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. nóvember 2023 15:45

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn, Slysavarnadeildin Þórkatla og Unglingadeildin Hafbjörg, tóku í morgun fyrsta skrefið í að snúa aftur heim í Grinda­vík þegar nýtt skilti var sett á björg­un­ar­sveit­ar­húsið. 

Eins og alþjóð veit þurftu íbúar Grindavíkur að rýma bæinn föstudagskvöldið 10. nóvember síðastliðinn. Neyðarástand Almannavarna var fært niður á hættustig í vikunni og hafa íbúar fengið rýmri heimildir til að kanna ástand húseigna sinna í bænum og sækja verðmæti heim til sín. 

Við tókum fyrsta skrefið í áttina heim núna í morgun þegar við settum upp nýtt skilti á björgunarsveitarhúsið,segir í færslu Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar á Facebook.

„Í dag eru tvær vikur síðan bærinn var rýmdur og með hverjum deginum sem líður styttist í að við komumst aftur heim. Við fögnum því að nú séu rýmri heimildir til þess að koma til Grindavíkur og að fólk geti sótt eigur sínar að einhverju leiti. Í gær var fyrsti dagurinn í nýju skipulagi en það var jafnframt fyrsti dagurinn þar sem bærinn okkar leit út eins og áður, líflegur og fullur af fólki. Við hlökkum til að koma aftur heim. Grindvíkingar Gefast Ekki Upp.“

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa staðið vaktina alla daga síðan bærinn var rýmdur með dyggri aðstoð félaga þeirra í öðrum björgunarsveitum víðs vegar af landinu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“