fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Nýtt skilti á björgunarsveitarhúsi Grindavíkur sýnir viljann í að snúa aftur heim

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. nóvember 2023 15:45

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, Björg­un­ar­sveit­in Þor­björn, Slysavarnadeildin Þórkatla og Unglingadeildin Hafbjörg, tóku í morgun fyrsta skrefið í að snúa aftur heim í Grinda­vík þegar nýtt skilti var sett á björg­un­ar­sveit­ar­húsið. 

Eins og alþjóð veit þurftu íbúar Grindavíkur að rýma bæinn föstudagskvöldið 10. nóvember síðastliðinn. Neyðarástand Almannavarna var fært niður á hættustig í vikunni og hafa íbúar fengið rýmri heimildir til að kanna ástand húseigna sinna í bænum og sækja verðmæti heim til sín. 

Við tókum fyrsta skrefið í áttina heim núna í morgun þegar við settum upp nýtt skilti á björgunarsveitarhúsið,segir í færslu Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar á Facebook.

„Í dag eru tvær vikur síðan bærinn var rýmdur og með hverjum deginum sem líður styttist í að við komumst aftur heim. Við fögnum því að nú séu rýmri heimildir til þess að koma til Grindavíkur og að fólk geti sótt eigur sínar að einhverju leiti. Í gær var fyrsti dagurinn í nýju skipulagi en það var jafnframt fyrsti dagurinn þar sem bærinn okkar leit út eins og áður, líflegur og fullur af fólki. Við hlökkum til að koma aftur heim. Grindvíkingar Gefast Ekki Upp.“

Björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa staðið vaktina alla daga síðan bærinn var rýmdur með dyggri aðstoð félaga þeirra í öðrum björgunarsveitum víðs vegar af landinu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Í gær

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Í gær

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Í gær

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur

Hundur skilinn eftir einn dögum saman – Nágrannar tóku málin í sínar hendur