Íþróttavikan kemur út alla föstudaga en þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn. Gestur þessa vikuna var sparkspekingurinn og fótboltaþjálfarinn Mikael Nikulásson.
Stórleikur Liverpool og Manchester City fer fram í hádeginu á laugardag en stuðningsmenn Liverpool eru pirraðir á því að Chris Kavanagh, sem er frá Manchester, dæmi leikinn.
„Þetta er svo þreytt. Setjist bara niður í hádeginu og njótið leiksins. Þetta verður geggjaður leikur eins og alltaf,“ sagði Hrafnkell.
Mikael tók í sama streng.
„Að nenna þessu. Þessi dómari er búinn að dæma fimmtán leiki hjá Liverpool og þeir eru búnir að vinna þrettán. Samt eru þeir að kvarta yfir honum.“
Umræðan í heild er í spilaranum hér ofar og þátturinn í heild hér neðar.