fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Prestur segir íslenskt samfélag plagað af óþoli gagnvart kristni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur ritað grein sem birt er á Vísi. Þar segist hann upplifa stundum að íslenskt samfélag sé plagað af óþoli gagnvart trúarbrögðum einkum kristni:

„Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans.“

Sindri segir að þáttur kirkjunnar við að varðveita íslenska tungu og menningararf sé vanmetinn:

„Þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu – þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu.“

Sindri gerir að umtalsefni umræðu sem spratt upp á samfélagsmiðlum í kjölfar fréttar DV um að hluti af endursölu á textíl sem berst til Sorpu renni til Kristniboðssambandsins.

Sjá einnig: Hagnaður af endurnýttum skóm notaður til kristniboðs – „Gamalt samstarfsverkefni“ að sögn Sorpu

Sindri segir að því hafi verið haldið fram að þetta sé óeðlilegt og spyr hvers vegna eigi að endurskoða þessa tilhögun eins og forstjóri Sorpu tjáði DV. Hann segir að Kristniboðssambandið hafi unnið gott og kærleiksríkt starf og það hafi umbreytt heilu samfélögunum á starfssvæði sínu:

„Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna.“

„Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin.“

Sindri spyr að lokum hvort fólk geti leyft sér að staldra við áður en það stekkur á vagn trúarlegs óþols og reynt að viðurkenna að íslenskt samfélag sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem fólk sé tilbúið að lifa í sátt við manneskjur sem eru ólíkar því sjálfu eða aðhyllast aðra trú:

„Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns