fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Óhugnanlegt atvik á Sauðárkróki í gærkvöldi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksmaðurinn David Okeke, leikmaður Hauka, hneig niður í leik liðsins gegn Tindastóli á Sauðárkróki í gærkvöldi. Nútíminn greindi ítarlega frá málinu í nótt. Okeke er fyrrverandi unglingalandsliðsmaður Ítalíu.

Í frétt Vísis í morgun kemur fram að Okeke hafi farið í hjartastopp í öðrum leikhluta leiksins. Okeke er með gangráð eftir aðgerð sem hann gekkst undir árið 2018 og segir í frétt Vísis að gangráðurinn hafi gefið honum stuð sem varð til þess að hann komst til meðvitundar og náði að reisa sig við. Hann virtist aftur fá stuð frá gangráðnum skömmu síðar.

Eftir að hafa fengið sér sæti á varamannabekknum í stutta stund var hann fluttur á sjúkrahús.

Vísir hefur eftir Maté Dalmay, þjálfara Hauka, að læknir hefði tjáð honum að Okeke hefði fengið tvö væg hjartastopp. „Það var farið með hann beint upp á spítala og það hljómar alls ekki vel, þannig ég bara hef ekki hugmynd,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn í gærkvöldi.

Okeke er 25 ára gamall og af nígerískum uppruna. Hann þótti mjög efnilegur á sínum yngri árum og var í silfurliði Ítala á HM U-19 í Egyptalandi árið 2017. Hann gekkst undir aðgerð í febrúar 2018 vegna takttruflana í hjartanu og var hann frá keppni í um tvö ár vegna þess.

Tindastóll vann leikinn í gærkvöldi, 78-68, en Okeke var búinn að skora 14 stig þegar atvikið varð í öðrum leikhluta leiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku