fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Grótta styrkir sig með tveimur öflugum leikmönnum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Valdimar Daði Sævarsson og Norðmaðurinn Eirik Brennhaugen munu ganga til liðs við Gróttu að samningum sínum loknum. Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samning.

Valdimar Daði er úr Vesturbænum og hefur leikið með KV og Þór síðustu ár í Lengjudeildinni við góðan orðstír. Þá á hann einnig leiki að baki með yngri landsliðum Íslands. Valdimar er 21 árs gamall kantmaður sem getur leyst ýmsar stöður fram á við.

„Við erum virkilega ánægð að hafa klófest Valda. Hann er enn ungur og efnilegur og við sjáum fram á að geta þróað hann í hann í kantmann í hæsta gæðaflokki. Hann er virkilega efnilegur en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann mikla leikreynslu. Það er mikil vinna fram undan og við erum spenntir fyrir þróun hans,“ sagði Chris Brazell þjálfari meistaraflokks.

Eirik Brennhaugen er 23 ára örfættur varnarmaður sem kemur frá Noregi. Eirik lék síðast með liði Stjørdals-Blink og Ranheim þar á undan, en hann á yngri landsleiki að baki fyrir Noreg. Eirik er þjálfari og hefur þjálfað í akademíu Rosenborg síðustu ár. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka Gróttu.

Chris telur Eirik passa vel inn í Gróttuliðið: „Við teljum að Eirik passi vel inn í hugmyndafræði okkar. Síðustu misseri höfum við fundið leikmenn erlendis frá sem eru faldir gimsteinar. Grótta gefur þeim færi á þróa sinn leik og færa sig ofar í fótboltaheiminum. Síðustu ár höfum við fundið leikmenn með fjölbreyttan bakgrunn sem eru fyrirmyndir fyrir unga iðkendur Gróttu. Eirik passar fullkomlega í það en fyrst og fremst teljum við hann mikið efni á fótboltavellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Í gær

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur