Ungstirnið Warren Zaire-Emery fékk nýlega kallið í franska landsliðshópinn fyrir verkefni í undankeppni EM.
Um er að ræða gríðarlegt efni en hann leikur með Paris Saint-Germain og er aðeins 17 ára gamall.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, ákvað að treysta á Zaire-Emery í komandi verkefnum og var hann valinn í hóp.
Leikmaðurinn náði lítið að fagna þessari ákvörðun Deschamps en hann frétti af valinu er hann var á leið í tíma í skólanum.
,,Þegar ég sá að ég var kallaður í landsliðið í fyrsta sinn þá gat ég eiginlega ekki fagnað því,“ sagði Zaire-Emery.
,,Ég var of upptekinn, ég þurfti að fara í skólann og þurfti svo að sinna heimavinnunni.“