fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Jóhann ákærður fyrir dreifingu og vörslu barnaníðsefnis í Kanada

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. nóvember 2023 09:00

Jóhann Scott Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Scott Sveinsson, þrítugur Íslendingur, hefur verið ákærður í Kanada fyrir þrjú brot er varða barnaníðsefni. Vísir greindi fyrst frá málinu í gærkvöldi. Jóhann, sem á íslenskan föður og skoska móður, er búsettur í borginni Abbotsford í Bresku-Kólumbíu og það var staðarmiðillinn Abbotsford News sem greindi frá málinu.

Málið gegn Jóhanni snýr að innflutningi og dreifingu barnaníðsefnis þar ytra  í júní 2022 og janúar 2023 sem og vörslu barnaníðsefnis í maí 2023. Í frétt staðarmiðilsins kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist í mars 2023.  Er haft eftir lögreglustjóra borgarinnar að rannsakendur málsins hafi lagt sig alla fram við rannsókn málsins og meðal annars með hjálp leitarheimilda hafi böndin beinst að Jóhanni.

Málið var tekið fyrir í dómstól ytra þann 6. nóvember síðastliðinn en í umfjöllun staðarmiðilsins kemur fram að Jóhann hafi ekki mætt í réttarsal til að halda uppi vörnum.

Jóhann hefur starfað við kvikmyndagerð hérlendis, er giftur íslenskri konu og eiga þau einn barnungan son saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“