fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Stærsta skrautdúfusýning Íslands haldin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 20:15

Sýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið á Íslandi. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag, 18. nóvember, verður stærsta skrautdúfusýning sem haldin hefur verið hér á landi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. 100 fuglar af 20 tegundum verða sýndir.

Um er að ræða samstarfsverkefni áhugafólks um ræktun skrautdúfna, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Dýraþjónustu Reykjavíkur.

„Mikið hefur verið flutt til landsins af skrautdúfum undanfarin ár og hafa sumar tegundirnar aldrei verið til hér á landi áður,“ segir í tilkynningu garðsins.

Ræktendur munu sýna sína bestu fugla, það er í kringum 100 fugla af 20 tegundum skrautdúfna. Eru þær í hinum ýmsu litum.

Tveir safnarar munu einnig sýna muni sem tengjast dúfnasporti. Þá verða ljósmyndir sem tengjast skrautdúfnarækt sýndar á risaskjá, sem og myndir af stærri sýningum erlendis.

Sýningin hefst við opnun garðsins klukkan 10:00 í skálanum við veitingahúsið. Sýningunni lýkur klukkan 16:00 en garðurinn lokar klukkutíma seinna. Hefðbundinn aðgangseyrir í garðinn gildir á sýninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni