fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Íslenskri flugvél snúið við þegar hestur losnaði úr stíu sinni – Drapst skömmu eftir lendingu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 11:00

Hesturinn náði að sleppa úr stíunni og slasaði sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snúa þurfti fraktvél íslenska flugfélagsins Air Atlanta við fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn vegna þess að hestur losnaði. Vélin var á leið frá New York í Bandaríkjunum til Liege í Belgíu.

Vélin er af gerðinni Boeing 747 og áhöfnin íslensk. Þegar vélin var komin í 31 þúsund feta hæð eftir flugtak frá JFK flugvellinum í New York bað flugstjórinn Jónas Kr. Gunnarsson um leyfi til að snúa til baka. Vélin var þá komin nálægt Boston.

„Við erum fraktvél með lifandi dýr, hest, um borð. Hesturinn náði að sleppa úr stíu sinni. Við eigum ekki í neinum vandræðum með flug en við þurfum að komast aftur til New York þar sem við getum ekki fest hestinn á ný,“ sagði Jónas við flugturninn í New York. Fékk hann leyfi til að snúa við.

Fjallað er um málið á mörgum af helstu miðlum heims, svo sem bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC og breska dagblaðinu The Sun. Að því sem DV kemst næst var það þó skagfirski miðilinn Feykir sem fjallaði fyrst um málið, enda Jónas með skagfirskar rætur.

30 tonnum af olíu dælt úr vélinni

Hesturinn losnaði innan við 30 mínútum frá flugtaki. Mikil ókyrrð var í flugtakinu og hesturinn fældist. Náði hann að stökkva úr sinni stíu í yfir í stíu hjá öðrum hesti. Slasaðist hann mikið við þetta og þurfti að sprauta hann með deyfilyfjum á staðnum. Sérþjálfað fólk var í vélinni til þess að sjá um hestana eins og ávallt þegar Air Atlanta flýgur með lifandi dýr.

Beðið var um að dýralæknir yrði á vellinum til að taka á móti hestinum. Ekki tókst hins vegar að bjarga hestinum sem drapst skömmu eftir lendingu.

Dæla þurfi miklu bensíni, um 30 tonnum, úr vélinni út í sjó áður en lent var. Þetta er vegna þess að leyfileg hámarks lendingarþyngd er talsvert lægri en flugtaksþyngd.

Áhöfnin brást rétt við

„Vélinni var snúið við hratt og örugglega samkvæmt öllum ferlum. Hún var komin aftur í loftið skömmu síðar. Áhöfnin gerði þetta allt saman hárrétt,“ segir Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta við DV.

Baldvin Már segir að engin hætta hafi verið á ferð fyrir fólk eða vélina sjálfa.

Hann segir að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir fólk eða vélina. „Þarna var fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum