fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Ljósmyndari RÚV stígur fram – „Mér líður bara ömurlega yfir þessu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragn­ar Visa­ge, ljós­mynd­ari frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins, harmar mjög að hafa reynt að komast inn í mannlaust hús í Grindavík í dag. Mbl.is greinir frá.

Sjá einnig: Undarlegt athæfi ljósmyndara RÚV í Grindavík komið inn á borð lögreglu – „Við hörmum að sjálfsögðu atvikið“

Myndband af athæfi Ragnars vakti mikla athygli á Facebook í dag. Á myndbandinu sést ljósmyndarinn, íklæddur gulu vesti sem merkt er RÚV, koma upp að húsinu og skyggnast inn í það. Svo virðist sem hann reyni að opna útidyrahurð og þá sést hann róta í blómapottum fyrir utan húsið, mögulega í leit að lyklum.

RÚV hefur opinberlega beðist afsökunar á atvikinu og segir verkferla verða endurskoðaða í kjölfar þess.

Ragnar segir í viðtali við mbl.is:

„Ég var að mynda þarna miða sem á stóð að húsið væri tómt og ákvað að at­huga hvort ég kæm­ist inn, mér fannst það á þess­um tíma­punkti góð hug­mynd en þetta var auðvitað hörmu­leg ákvörðun hjá mér. Mér líður bara öm­ur­lega yfir þessu.“

Ragnar segir að þetta hafi verið ömurleg hegðun af sinni hálfu og segist hann ætla að biðja íbúa hússins innilega afsökunar.

Ragnar tjáir sig jafnframt um málið á Facebook-síðu sinni:

„Kæru vinir þar sem ég er nú sennilega óvinsælasti maður dagsins þá vil ég innilega afsaka mína hegðun í Grindavík í dag, þetta var í algjöru óðagáti þar sem ég var einn eftir í bænum (fyrir utan viðbragðsaðila) og ég var beðinn um að reyna ná myndefni innanhús, í algjöru hugsunarleysi og í öllum hasarnum fanst mér liggjast beinast við að athuga með að komast inn í næsta hús. Galið, ég veit! Búinn að fá miklar skammir frá Björgunarsveitinni, skiljanlega, og hef beðið þau innilega afsökunar, og þetta er engan veginn í anda vinnu­reglna RÚV eða þess anda sem fréttatof­an starfar í.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Óttar stígur loks fram – Segist hafa verið leiddur í gildru

Jón Óttar stígur loks fram – Segist hafa verið leiddur í gildru
Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu kom snákum fyrir kattarnef

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu kom snákum fyrir kattarnef