fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Rýma Grindavík – Gasmælar sýndu of há gildi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 15:02

Grindavík Mynd: Grindavíkurbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af öryggisástæðum er verið að rýma Grindavík í þessum töluðum orðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Misvísandi upplýsingar bárust þó um tíma því Almannavarnir virtust afturkalla rýminguna.

Ástæðan fyrir rýmingunni var sú að gasmælar Veðurstofunnar við bæinn sýndu aukið SO2 gildi, sem er ein af mögulegum vísbendingum þess að eldgos gæti hafist . Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu RÚV aðengar vísbendingar um að gos sé að hefjast á öðrum mælum. Þau vilji samt ekki útiloka það, gas komi ekki fram nema kvika sé komin mjög ofarlega í jarðskorpuna. Nú er bara verið yfirfæra þessar mælingar og menn vilja bara vera „ofurvarkárir,“ að sögn Benedikts.

Rétt er því að ítreka að þetta er ekki neyðarrýming og verður farið skipulega í að rýma bæinn og það gert í rólegheitunum.

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu