fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Gregg Ryder skrifar opið bréf til stuðningsmanna KR – Býður öllum að koma í bjór á Rauða ljóninu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 15:00

Gregg Ryder. Mynd - RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gregg Ryder, nýr þjálfari KR hefur skrifað stuðningsmönnum félagsins opið bréf þar sem hann fer yfir málið og hversu stoltur hann sé að vera þjálfari liðsins.

Ráðningin á Ryder kom mörgum á óvart en þessi ungi Englendingur hafði starfað hér á landi sem þjálfari Þróttar og Þórs.

Hann snýr nú aftur til Íslands og vill hitta stuðningsmenn KR í bjór í desember.

Opið bréf Ryder til stuðningsmanna KR:

Fyrst vil ég byrja á þakkar fyrir hlýjar móttökur, skilaboðin mér til stuðnings og falleg orð. Í öðru lagi vil ég segja frá því hversu stoltur ég er af því vera þjálfari KR. Frá tíma mínum hér á Íslandi þá komst ég að því hversu sérstakt félagið er. Ég get lofað því að ég mun vinna nótt sem nýttan dag til að gefa ykkur liðið sem þið eigið skilið. Ég mun ekki sætta mig við neitt annað en að leikmenn leggi sig 100 prósent fram þegar þeir klæðast svörtu og hvítu treyjunni.

Áður en ég varð þjálfari, þá var ég stuðningsmaður og ég er það enn í dag. Ég veit og skil að fótboltafélag er ekkert án stuðningsmanna. Við verðum að vera með lið sem þið tengist, vera með leikmenn og starfsfólk sem þið tengist. Við erum á leið í ferðalag og við þurfum alla með. Saman verðum við óstöðvandi.

Það er langt í fyrsta alvöru leikinn okkar, því vil ég bjóða ykkur að hitta leikmennina og starfsfólkið í einn bjór eða tvo á Rauða ljóninu þann 16 desember. Ég hef rætt við nokkra stuðningsmenn sem koma með betri upplýsingar þegar nær dregur.

Ég vonast til að hitta sem flest ykkar á þessum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England