Gregg Ryder, nýr þjálfari KR hefur skrifað stuðningsmönnum félagsins opið bréf þar sem hann fer yfir málið og hversu stoltur hann sé að vera þjálfari liðsins.
Ráðningin á Ryder kom mörgum á óvart en þessi ungi Englendingur hafði starfað hér á landi sem þjálfari Þróttar og Þórs.
Hann snýr nú aftur til Íslands og vill hitta stuðningsmenn KR í bjór í desember.
Opið bréf Ryder til stuðningsmanna KR:
Fyrst vil ég byrja á þakkar fyrir hlýjar móttökur, skilaboðin mér til stuðnings og falleg orð. Í öðru lagi vil ég segja frá því hversu stoltur ég er af því vera þjálfari KR. Frá tíma mínum hér á Íslandi þá komst ég að því hversu sérstakt félagið er. Ég get lofað því að ég mun vinna nótt sem nýttan dag til að gefa ykkur liðið sem þið eigið skilið. Ég mun ekki sætta mig við neitt annað en að leikmenn leggi sig 100 prósent fram þegar þeir klæðast svörtu og hvítu treyjunni.
Áður en ég varð þjálfari, þá var ég stuðningsmaður og ég er það enn í dag. Ég veit og skil að fótboltafélag er ekkert án stuðningsmanna. Við verðum að vera með lið sem þið tengist, vera með leikmenn og starfsfólk sem þið tengist. Við erum á leið í ferðalag og við þurfum alla með. Saman verðum við óstöðvandi.
Það er langt í fyrsta alvöru leikinn okkar, því vil ég bjóða ykkur að hitta leikmennina og starfsfólkið í einn bjór eða tvo á Rauða ljóninu þann 16 desember. Ég hef rætt við nokkra stuðningsmenn sem koma með betri upplýsingar þegar nær dregur.
Ég vonast til að hitta sem flest ykkar á þessum degi.