fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Bingi á þingi

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 10:30

Tækifæri hefur opnast fyrir Björn Inga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fjölmiðlamaður, eygir nú sæti á Alþingi í næstu kosningum. Ekki fyrir sinn gamla flokk heldur Miðflokkinn.

„Þetta er málið með fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir geta alltaf snúið aftur…“ sagði Björn Ingi nýverið í færslu á samfélagsmiðlum. Tilefnið var að David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, væri að snúa óvænt aftur sem utanríkisráðherra í ráðherrauppstokkun þar í landi.

Augljóst er að Björn Ingi var ekki aðeins að varpa ljósi á vendingar í alþjóðastjórnmálum heldur sá fræjum innanlands. Það er að hann sjálfur sé núna að íhuga framboð til næstu Alþingiskosninga.

Miðflokkurinn rís á ný

Björn Ingi var áberandi í kringum stofnun Miðflokksins. Árið 2017 stofnaði hann framboð en fljótlega var tilkynnt að það myndi sameinast nýju framboði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem hafði verið utangarðs í Framsóknarflokknum í nokkurn tíma eftir Wintris málið. Kom það nokkuð á óvart að Björn Ingi hafi ekki verið í framboði fyrir Miðflokkinn í kosningunum það ár.

Miðflokkurinn var í kjallaranum í síðustu kosningum eftir Klaustursmálið og fékk aðeins þrjá menn kjörna. Einn af þeim flúði skipið strax og bjuggust margir við því að flokkurinn myndi þurrkast út. Í sveitarstjórnarkosningunum árið eftir þurrkaðist flokkurinn út á höfuðborgarsvæðinu en rétt hékk inni sums staðar á landsbyggðinni. Grindavík var eini sigurinn.

Nú viðrar hins vegar mun betur fyrir Miðflokkinn sem hefur verið að mælast í 8 og 9 prósentustigum og er orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn sem vann risasigur í tveimur síðustu kosningum.

Fyrir Miðflokkinn myndi þetta þýða 5 eða 6 þingsæti hið minnsta, en eins og aðrir íhaldssamir landsbyggðaflokkar fær flokkurinn yfirleitt meira fylgi í kosningum en könnunum.

Í sviðsljósinu

Auðvelt er að sjá fyrir sér að Björn Ingi leiði annað hvort Reykjavíkurkjördæmið, þar sem þó verður erfiðast fyrir flokkinn að ná inn manni. Björn Ingi hefur reynslu í kosningabaráttu í Reykjavík og myndi beina atgeir sínum að Samfylkingu og Framsóknarflokki sem leiða borgarstjórnina.

Eftir nokkuð langt skeið frá sviðsljósinu hefur Björn Ingi haldið sér kyrfilega í því undanfarna mánuði. Viljinn er vaknaður með krafti og það líður varla sú vika þar sem Björn Ingi er ekki mættur í útvarpsviðtal til þess að spá ríkisstjórninni falli. Það myndi henta honum ljómandi vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG