fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Hvað varð um Wagnerhópinn?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 07:30

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Yevgeny Prigozhin lést í flugslysi í vesturhluta Rússland í ágúst hefur framtíð Wagnermálaliðafyrirtækisins verið í uppnámi. Ekki virðist hafa komist ró á þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið að Pavel Prigozhin, sonur Yevgeny tæki við stjórnartaumum málaliðafyrirtækisins en það var faðir hans sem stofnaði það.

Í stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu kemur fram að stór hluti af málaliðunum hafi gengið rússneska ríkinu á hönd og að flest bendi til að rússnesk stjórnvöld hafi meiri stjórn á aðgerðum Wagnerhópsins og fyrrum liðsmanna hans en nokkru sinni áður.

Ráðuneytið segir að Wagnerliðum hafi verið dreift og sendir til margra herdeilda. Í lok október hafi Wagnerhópurinn líklega verið settur undir stjórn rússneska þjóðvarðliðsins og sé aftur farinn að afla nýrra liðsmanna.

Ráðuneytið segir að hluti Wagnerliða hafi gengið til liðs við annað rússneskt málaliðafyrirtæki, Redut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK