fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Meta möguleika á almennri verðmætabjörgun af heimilum í Grindavík – Stór flutningsfyrirtæki boðið fram aðstoð sína

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 22:30

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og Almannavarnir eru að meta möguleika á almennri verðmætabjörgun af heimilum í Grindavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu til fjölmiðla en fyrir liggur að um ærið verkefni er að ræða.

„Það er ljóst að verkefnið er gríðarstórt. Á því svæði innan bæjarmarka Grindavíkur sem skilgreint hefur verið með mestri áhættu, eru afar stór hluti íbúðarhúsa bæjarbúa. Mat og undirbúningur snýst fyrst og fremst að því hvernig slík aðgerð færi fram, að leggja mat á þann tímaramma sem slíkt verkefni hefði, og hvaða tíma það tæki. Gert er ráð fyrir að hvert heimili þurfi um 10 manns til að tæma heimilið á 8 klukkustundum.“ segir í tilkynningunni.

Þá er verið að meta einnig að meta þann kost að bjarga eingöngu lausamunum, ekki húsgögnum eða stærri heimilistækjum.

„Framkvæmd áætlunar sem þessarar krefst mikils mannafla, enda yfir 1000 heimili í bænum og því mikill ábyrgðarhluti að senda svo stóran hóp fólks sem þarf til, inn á hættusvæðið. Öryggi fólks er alltaf í fyrsta sæti. Í augnablikinu er staðan þannig að ekki er hægt að útiloka að gos hefjist fyrirvara lítið eða fyrirvara laust í þeim hluta bæjarins sem er metinn á mesta hættusvæðinu. Ákvörðun um hvort, og þá hvenær farið verði í slíka aðgerð, byggist á mati vísindamanna á yfirvofandi hættu, og hvort sá tímagluggi sem þarf í verkefnið, sé til staðar.“

Í tilkynningunni kemur fram að  stór flutningafyrirtæki hafa boðið fram aðstoð sína og aðkoma þeirra væri hluti af slíkri aðgerð.

„En það er rétt að ítreka að öryggi fólks er alltaf í fyrirrúmi og það verður ekki sent inn á svæðið í þeim fjölda sem þarf til, nema öryggi þess sé eins tryggt og kostur er. Ef og þegar eldgos hefst og það kemur upp utan byggðarinnar verður staðan metin á ný, hvort hægt verði að framkvæma slíka verðmætabjörgun,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum