fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Tommi viðraði óvinsæla skoðun og fékk á baukinn: „Hverjum datt í hug að fjarlægja bílastæðin?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. nóvember 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, oft kallaður Tommi á Búllunni, viðraði ákveðna skoðun á X (Twitter) í gær sem vakti talsverð viðbrögð.

„Það eru tveir staðir þar sem sólin aldrei skín og þetta er annar þeirra. Hverjum datt í hug að fjarlægja bílastæðin og gera útivistarsvæði sem aldrei er eða verður nokkurri manneskju til gleði eða ánægju,“ spurði Tommi og birti mynd af svæðinu fyrir framan Tollhúsið í Tryggvagötu þar sem áður voru bílastæði.

Í stað bílastæða er búið að koma fyrir stórri göngugötu sem býður upp á ýmsa möguleika fyrir gangandi vegfarendur. Var markmið framkvæmdanna að gera borgina mannvænni, fallegri og aðgengilegri fyrir virka ferðamáta.

Margir hafa fagnað þessum breytingum en á sama tíma virðast einhverjir sakna bílastæðanna við Tollhúsið og er Tommi augljóslega einn þeirra. Hafa sumir bent á að íslenskt veðurfar bjóði ekki upp marga daga af útiveru og telja að þarna verði sjaldan full gata af fólki.

Færsla Tómasar fór öfugt ofan í notendur X sem gagnrýndu Tómas fyrir gamaldags viðhorf.

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sló á létta strengi og sagði: „Ömurlegt með bílastæðin, á svo margar góðar minningar sem er búið að skemma.“

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, birti mynd af sér sem var tekin í góðu veðri á torginu og sagði: „Til dæmis mér datt það í hug. Sé ekki eftir neinu.“

„Mjög vel heppnaðar breytingar. Hef notið sólar og mannlífs þarna nokkrum sinnum,“ sagði almannatengillinn Andrés Jónsson.

Einn hvatti Tomma til að eyða færslunni. „Kannski því þarna rétt hjà er langstærsti bílastæðakjallari landsins og ég hef skokkað þessa götu nánast vikulega, þarna er oftar en ekki útisvæði sem er manneskjum til gleði og ánægju. Myndi eyða þessari færslu.“

Annar sagði: „Ég fer þarna um oft á dag og þetta svæði er búið að vera kjaftfullt í allt sumar. Vandræðaleg færsla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa