fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Þrumuræða Hareide sem er vongóður um að Íslands fari á EM í Þýskalandi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands er ansi brattur og telur að íslenska liðið eigi mjög góðan möguleika á að fara á Evrópumótið næsta sumar. Eins og staðan er í dag fer íslenska liðið í umspil í mars.

Íslenska liðið hefur spilað ágætlega undir stjórn Hareide en farið illa með mörg færi sín og varnarleikurinn oft barnalegur.

„Það er pirrandi að horfa á leikina gegn Slóvakíu og Portúgal í sumar, þar hefðu stigin getað orðið fleiri og við værum í frábæri stöðu. Við verðum að halda áfram og horfa á það jákvæða, við höfum varist vel í sumum leikjum.

„Við vorum ekki nógu góðir fyrir framan markið gegn Lúxemborg og Bosníu heima, við spiluðum ekki vel gegn Lúxemborg úti. Við þurfum að styrkja sambönd leikmanna framarlega og aftarlega á vellinum. Mörkin munu koma.“

„Ég sá Willum skora tvö frábær mörk í Hollandi um helgina, við höfum séð Kristian Nökkva skora og Gylfa líka. Arnór Sigurðsson hefur verið að skora.“

„Þetta snýst um að halda áfram og hafa trúna, það er mikilvægast að við búum til öflugan varnarleik. Ef við endum í umspili þá þarf varnarleikurinn að vera rock solid, því við vitum að við getum skapað færi.“

Ljóst var á svörum Hareide að hann hefur hugsað málið mikið og er vongóður um að fara á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar.

„Það er aðeins gegn Portúgal þar sem við skorum ekki, ef við getum orðið betri varnarlega og unnið í sóknarleiknum þá er ég vongóður um að við getum farið á Evrópumótið í mars. Eins og staðan er í dag er það Ísrael í fyrsta leik í umspili og svo yrði það Bosnía eða Finnland. Ég býð þau bara velkomin í það verkefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“

Hjartnæmt kveðjumyndband frá Liverpool til Diogo Jota – „Að skrifa þessa sögu var magnað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta