fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ársæll telur að myglusveppur í skólum sé afleiðing „klámkennslu“ – „Kynhvötin var ekki gefin til skemmtunar heldur til að viðhalda lífi á jörðinni“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 10:00

Fossvogsskóli hefur orðið fyrir barðinu á myglusvepp. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„„Myglusveppurinn“, sem nú herjar mjög á leikskóla- og grunnskólahús, hefur gengið til liðs við eyðingaröflin sem hinn stóri skaðvaldur. Þessi örvera, sem enginn virtist hafa áhyggjur af fyrir nokkrum árum, kostar gríðarháar fjárhæðir í viðgerðum á skólum auk þess sem myglan veldur heilsufarsvanda og öðru óæskilegu inngripi í skólastarf.“

Þetta segir í grein, sem ber yfirskriftina „Kristni eða myglusveppur“ eftir Ársæl Þórðarson, húsasmið, í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fjallar um tengsl myglusvepps og skorts á kristnifræðikennslu og meinta „klámkennslu“ í skólum.

Hann segir síðan „Á meðan kristinfræði var kennd í skólum virtist myglusveppurinn ekki hafa náð útbreiðslu. Börnin lærðu biblíusögurnar og að aðeins væri um karlkyn og kvenkyn að ræða. Það væru kynin sem allt frá sköpun lífríkis á jörðu sæju um að viðhalda lífríkinu með hjálp þeirra hvata sem Guð sköpunarinnar gaf lífverunum til viðhalds tegundunum.“

Hann segir síðan að árþúsundum saman hafi fólk látið sér duga að trúa eigin augum varðandi hvernig kynslóðirnar endurnýja sig og hafi sætt sig við stjórn almættisins í þessum málum: „Hinn góði andi sannleikans ríkti um þessi mál og friður var í starfsumhverfi skólanna og kennarar sinntu sínum störfum í öruggu starfsumhverfi heilbrigðra starfshátta þar sem kynin voru kk, kvk og reyndar líka hk. Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að innan íslenska samfélagsins þrífst hugmyndafræðileg bylting, eins konar andleg „Kristjanía“ þar sem fríríkishugsjónin snýst m.a. um að útvatna karlkyn (kk) og kvenkyn (kvk) og stofna eins konar kynjaflóru fjölbreytileikans þar sem börn geta, eftir því sem fréttir herma, látið greina kynhneigð sína og ákveðið svo sjálf hvar í kynjaflórunni þau kjósa að staðsetja sig. Guði sköpunarinnar er ekki lengur treystandi fyrir málunum og gamla áherslan um getnað til viðhalds lífríkinu virðist varla vera inni í myndinni lengur.“

Því næst víkur hann að sumum sveitarstjórnum og skólastjórnendum og segir þá hafa tekið þessari nýbreytni fagnandi og telji að betra sé að fræðarar, sem kunna á töfratól nýbreytninnar, sjái um kynfræðslu frekar en foreldrar sem noti sömu aðferð og hefur erfst frá Adam og Evu til viðhalds mannkyninu.

„Matur er ekki skemmtun, matur er næring til að viðhalda lífi. Kynhvötin var ekki gefin til skemmtunar heldur til að viðhalda lífi á jörðinni. Börnum á að kenna að vernda skírlífi sitt þar til þau finna ástina í maka sínum og lífsförunaut, það er hin rétta kynfræðsla og það er enginn vandi að fræða börn um kynlíf út frá því biblíulega viðhorfi. Þá yrði minna um ótímabærar þunganir og þungunarrof,“ segir hann og víkur síðan að húmor Guðs: „Það er ef til vill grátt gaman að ætla Guði það að þegar Jesús var flæmdur úr námskrá skólanna hafi hann gefið myglusveppnum lausan tauminn í húsnæði skólanna og hleypt, eftir því sem sumir segja, kláminu inn í námsefni barnanna. Tímasetningin virðist þó passa. Biblían segir að þegar menn hverfi frá Guði þá bjóði þeir andaverur vonskunnar í himingeimnum velkomnar, sem er grafalvarlegt mál og ekkert fyndið við það. Þegar Jesú Kristi er ekki treyst til að uppfræða börnin er eitthvað mikið að í mannlífinu og eins og ryðið eyðir járni og myglusveppurinn herjar á húsveggi vegna hirðuleysis, eins er sálarlífinu hætta búin þegar menn ofmetnast og telja sig vita betur en Guð sköpunarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri