fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Skilur ekkert í ákvörðun Manchester United og Ten Hag – ,,Alvöru spurningamerki“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. nóvember 2023 21:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Paul Merson er mjög hissa á að varnarmaðurinn Micky van de Ven hafi endað hjá Tottenham í sumar.

Van de Ven kom til Tottenham frá Wolfsburg í Þýskalandi en hann er hollenskur líkt og Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sem þekkir hollensku deildina og hollenska leikmenn vel.

Ten Hag hefur verið duglegur að kaupa leikmenn með reynslu úr hollensku deildinni til Man Utd en ákvað að líta framhjá Van de Ven.

Það voru stór mistök að sögn Merson en Rauðu Djöflarnir gætu svo sannarlega notað hans hæfileika í dag.

,,Ég væri að spyrja spurninga ef ég væri eigandi félagsins. Ég væri að velta því fyrir mér af hverju þessi gæi væri ekki í Manchester United,“ sagði Merson.

,,Hann er Hollendingur, þú ert Hollendingur. Þú þekkir þessa deild og þú þekkir leikmennina. Af hverju er hann hjá Tottenham og þú ert ekki með miðvörð?“

,,Ég vil ekki vanvirða Jonny Evans en hann er vel yfir þrítugt og spilar ásamt Harry Maguire, Raphael Varane er aldrei heill.“

,,Þú horfir á Van de Ven sem er einn besti miðvörður deildarinnar í dag og hann spilar ekki með United, það er ekki eins og hann hafi kostað 80-90 milljónir punda. Þetta er alvöru spurningamerki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hefja loksins viðræður við Rashford

Hefja loksins viðræður við Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl