fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Skíthræddur um ástandið í Vesturbæ – Telur að ráðning helgarinnar útskýri brotthvarf Kristins

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson þjálfari KFA segir það talsvert áfall fyrir KR að missa bæði Kennie Chopart og Kristinn Jónsson nú þegar Greg Ryder er að koma sér fyrir í starfi.

Ryder var staðfestur sem þjálfari KR um helgina en ráðning á eftirmanni Rúnars Kristinssonar tók ansi langan tíma.

„Þetta hafa verið lykilmenn KR undanfarin ár,“ segir Mikael sem er harður stuðningsmaður KR í Þungavigtinni.

„Þeir voru ekkert frábærir í sumar en klárlega tveir af ellefu bestu leikmönnunum, miðað við styrkleikann á KR hópnum í dag þá máttu þeir ekki við þessu.“

Mikael telur að það sé augljóst að Kristinn hafi verið óhress með ráðningu KR á Ryder.

„Ég held að þessir tveir hafi verið þreyttir á biðinni og mögulega ósáttir með að Rúnar hafi verið látin fara. Kristinn sagði að hann ætlaði að bíða og sjá hver yrði ráðinn, hann er basically að segja að hann sé ekki sáttur við ráðninguna.“

„Ég er skíthræddur fyrir hönd KR næsta sumar og þeir fikri sig upp töfluna, ég held að þeir fari niður á við. Maðurveit aldrei, maður hefur séð lið falla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar