fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Þórdís Kolbrún skúrar gólfið með virkum í athugasemdum – „Takk fyrir hlýja kveðju“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 06:20

Þórdís Kolbrún og móðir hennar á góðri stund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra Íslands. birti skemmtilega mynd af móður sinni og sér í kvöld með yfirskrift um að hún hafi fengið hana til að heimsækja vinnu sína. Eins og er allt of algengt nú til dags voru neikvæðir hælbítar fljótir á vettvang og einn þeirra vildi skjóta á þá forréttindastöðu sem ráðherrann væri í.

„Það er aðeins ca 5-8% forréttindarfólks á Íslandi sem getur tekið foreldra sína með sér í vinnuna og haft það huggulegt á kosnað almennings. Hroki og mikilmennskubrjálæði einkennir meira og minna sérstaklega ráðherra ríkisstjórnarinnar,“ skrifaði viðkomandi.

Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en að Þórdís Kolbrún svaraði honum fullum hálsi.

„Móðir mín keyrði til Reykjavíkur í sínum frítíma í vaktavinnu sem sjúkraliði til að taka viðtal með mér til stuðnings góðs málstaðar. En takk fyrir hlýja kveðju,“ skrifaði ráðherrann og kvað tröllið í kútinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“