fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Ármann varar við: „Tímaspursmál hvenær eldgosin koma upp á óþægilegum stöðum“ – Gætum átt von á kröftugri gosum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. október 2023 07:10

Ármann Höskuldsson á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er þéttbýlasti staðurinn á landinu. Það er bara tímaspursmál hvenær eldgosin koma upp á óþægilegum stöðum,“ segir Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Landris er hafið aftur á Reykjanesi og er miðja þess nú nærri Svartsengi. Greint var frá því um helgina að risið gangi talsvert hraðar fyrir sig en áður og er það líklega af völdum kvikuinnskots.

Ármann segir við Morgunblaðið að það sé aðeins tímaspursmál hvenær eldgos verða nærri mikilvægum innviðum á Reykjanesskaga og stofni þeim í hættu.

„Það er klárt að það gerist, það er bara spurning um hvenær. Þess vegna verða menn að halda áfram að undirbúa sig og hafa hlutina klára,“ er haft eftir honum.

Hann bætir við að ef gos kæmi upp nærri Svartsengi yrði það að líkindum hraungos eins og við þekkjum úr síðustu gosum nærri Fagradalsfjalli. Spurningin sé þó hversu öflug gosin geti orðið.

„Ef það verða lítil gos eins og eru búin að vera 2021 til 2023, þá höfum við sæmilegan tíma til að bregðast við og skoða málin. En það verður líka að segjast að þau gos voru óvenju smá. Þannig að við eigum von á því að það komi aðeins kröftugri gos í framtíðinni,“ segir hann við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað