fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Stórhættuleg fíkn varð honum nánast að bana: Neitaði að ræða við lækna – ,,Konan áttaði sig ekki á hversu alvarlegt þetta var“

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. október 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darron Gibson, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur opnað sig um erfitt vandamál sem hann glímdi við fyrir ekki svo mörgum árum.

Gibson átti flottan feril sem fótboltamaður en eftir að skórnir fóru á hilluna varð hann háður svefntöflum og glímdi lengi við það vandamál.

Fíknin varð svo mikil að Gibson endaði á spítala en hann segist hafa tekið 12 til 14 töflur á hverju einasta kvöldi.

Í dag er fyrrum miðjumaðurinn á betri stað en hann lagði skóna á hilluna fyrir rúmlega tveimur árum.

,,Ef ég hefði haldið þessu áfram þá væri ég látinn í dag, “ sagði Gibson í viðtali við the 42.

,,Ég var varla á lífi á þessum tímapunkti. Ég sé gamlar myndir af mér, ég var grár á litinn. Þetta hefði drepið mig.“

,,Ég tók 12 til 14 svefntöflur á hverju kvöldi. Ég var keyrður á sjúkrahús en vildi ekki opna mig um fíknina. Konan mín vissi að ég tæki töflurnar en áttaði sig ekki á hversu alvarleg fíknin var. Ég var mjög góður í að fela vandamálið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald