fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Ingu nóg boðið – „Þetta er glæpur gegn samfélaginu“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 27. október 2023 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er hreinn og klár viðbjóður. Við erum með eins vanhæfa ríkisstjórn og mögulegt er. Ríkisstjórn sem hendir inn handklæðinu þegar þjóðin þarfnast hennar mest og lætur sér standa á sama þótt fjölskyldurnar missi heimili sín enn eina ferðina með því að vera rændar um hábjatan dag í þeirra umboði,“ skrifar Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Inga deilir á Facebook færslu Þórðar Óldal Sigurjónssonar. Þórður birtir mynd af greiðsluseðli húsnæðisláns með orðunum: „Íslenskur veruleiki hjá ungri fjölskyldu. Mín bestu ráð til ungs fólks á Íslandi er að kjósa með fótunum, yfirgefa þetta sker. Það getur enginn búið við svona brjálæði til lengdar.“

Eins og sjá má á greiðsluseðlinum er um að ræða 26 greiðslu af 480 af láni tengdu hjá Landsbankanum. Afborgum á nafnverði er 10.426 krónur, tilkynningar- og greiðslugjald 520 krónur og vextir 489.555 krónur!

Færsla Þórðar hefur farið víða um samfélagsmiðla í dag en 249 hafa deilt færslunni. Blöskrar mönnum greiðsluseðillinn.

„Ef reikningurinn hér að neðan sýnir ekki okur og arðrán af verstu sort þá veit ég ekki hvernig slíkt lítur út. Þetta unga fólk er að greiða 10 þúsund krónur af láninu sjálfu en 489.222 krónur í vexti. Þetta er semsagt fyrir einn mánuð. Það ætti að handtaka alla þessa arðræningja og stinga þeim í steininn því þar eiga þeir heima. Þetta er GLÆPUR gegn samfélaginu í heild sinni,“ segir Inga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar