fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan tjáir sig um aðgerðirnar gegn Eddu Björk – „Var þar til að gæta öryggis“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. október 2023 15:54

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við aðgerðir í gærkvöld gegn Eddu Björk Arnardóttur, en tilraun var gerð til aðfararaðgerðar gegn henni til að fullnusta úrskurði dómstóla um að henni beri að láta af hendi syni sína þrjá, en faðir þeirra í Noregi hefur forræði yfir þeim.

Lögregla handtók Eddu Björk og eiginmann hennar í gærkvöld en þau voru síðan látin laus og aðgerðunum var frestað. Voru synir Eddu Bjarkar ekki fjarlægðir af heimilinu.

Sjá einnig: Eiginmaður Eddu var settur í járn – „Ég hrósa ekki sýslumanni og barnavernd fyrir aðkomu þeirra að málinu“

Í viðtali við DV í morgun sagðist Edda ekki gagnrýna framgöngu lögreglumanna í málinu. Í yfirlýsingu lögreglu segir að lögreglumenn hafi verið á staðnum til að tryggja öryggi fólks á vettvangi. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Vegna fréttaflutnings af aðgerðum sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu stóð að í Grafarvogi í gærkvöld, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu árétta að hún var þar til þess að gæta öryggis, eins og venjan er í viðlíka málum. Af þeirri ástæðu fóru fjórir, óeinkennisklæddir lögreglumenn á staðinn til þess að tryggja öryggi fólks á vettvangi, líkt og lög kveða á um.

Þegar hins vegar afgreiðsla málsins dróst á langinn, mannfjölda dreif að og aðstæður breyttust á vettvangi var ákveðið að kalla eftir liðsauka þar sem öryggi fólks á vettvangi þótti ekki lengur tryggt. Lögreglumennirnir, sem fengu það hlutverk, voru einkennisklæddir, en þeir voru á vaktinni við almennt eftirlit annars staðar og brugðust hratt við þegar liðveislu þeirra var óskað í áðurnefndu máli. Hafði þá aðgerðin varað í tæplega tvær klukkustundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot