fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Lögregla hættir rannsókn á dauða hestsins – Sárið hugsanlega eftir annað dýr

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 26. október 2023 12:38

Sárið er hugsanlega eftir annað dýr. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Austurlandi hefur hætt rannsókn á dauða tólf vetra hestsins Snæfinns frá Finnsstaðakoti. Bráðabirgðarannsókn sýnir að hesturinn hafi ekki verið skotinn eins og grunur lék á um.

„Hann var ekki skotinn. Það er það sem liggur fyrir. Þar með líkur okkar rannsókn,“ segir Hjalti Bergmann Axelsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi.

DV og fleiri miðlar greindu frá dauða hestsins á þriðjudag. Hann fannst um helgina í girðingu með öðrum hestum í landi Glúmsstaða í Eiðaþinghá. Eigendum og umráðamanni var mjög brugðið og vissu ekki við hverju þau ættu að búast. Útlit var fyrir að hesturinn hefði verið skotinn með riffli undir herðablaðið.

Sjá einnig:

Lögregla leitar að hestadrápara – „Þetta virðist ekki hafa verið slysaskot“

Hjalti segir staðfest að sárið sé ekki eftir byssukúlu. Hugsanlega sé það eftir annað dýr. Ekki sé hins vegar vitað hvað olli dauða hestsins. Verið sé að bíða eftir endanlegri skýrslu frá dýralækni Matvælastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni