fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Sigríður Hagalín fékk táknræna gjöf frá móður sinni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. október 2023 15:36

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamaður og rithöfundur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður á RÚV og rithöfundur var ein fjölmargra kvenna sem mætti á Arnarhól í gær í tilefni Kvennaverkfalls. Sigríður mætti ásamt dóttur sinni, Auði Hagalín Guðmundsdóttur, 15 ára og móður sinni, Kristínu Hagalín Ólafsdóttur.

Í færslu á Facebook rifjar Sigríður upp að hún mætti einnig ásamt móður sinni fyrir 48 árum síðan, þegar Sigríður var eins árs. Í gær færði móðir hennar Sigríði síðan táknræna gjöf í tilefni dagsins.

„Við mamma mættum á kvennafrídaginn 1975 (hún dökkhærð með svört, smart gleraugu, ég með hvíta húfu) og myndin af okkur var prentuð á plötuumslagið á Áfram stelpur. Ég var hrikalega montin af því að vera á þessari mynd þegar ég var lítil – og er enn í dag! Og í dag lokaðist hringurinn þegar mamma gaf mér plötuna, og við fórum saman á Arnarhól með Auði og sungum Áfram stelpur. Baráttunni er enn ekki lokið eftir öll þessi 48 ár, en við gefumst aldrei upp!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi