fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Ætluðu að ráða Ólaf en aðalstjórn greip í taumana

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 10:30

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stóð að Ólafur Kristjánsson yrði ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá HK en ekkert verður af því. Ástæðan er af fjárhagslegum toga. Þetta kemur fram í hlaðarpinu Dr. Football.

Ólafur, sem gegndi sem gengdi sömu stöðu hjá Breiðabliki í rúmt ár, er þrautreyndur þjálfari en ekkert verður að því að hann taki við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá HK samkvæmt nýjustu fréttum.

„Stjórn knattspyrnudeildar vildi ráða Óla Kristjáns og það var komið vel á veg en aðalstjórn HK beitti neitunarvaldi vegna skuldastöðu milli eininganna, knattspyrnudeildar við aðalstjórn,“ segir Jóhann Már Helgason í Dr. Football.

Hrafnkell Freyr Ágústsson og Arnar Sveinn Geirsson voru með honum í þættinum og skilja ákvörðun HK vel.

„Þetta er skiljanlegt. HK vill ekki vera að steypa sér í fleiri skuldir. Að mínu mati er flott að hafa þetta starf á Íslandi en þú verður ekki að hafa það,“ segir Hrafnkell.

Arnar hrósar HK.

„Ef það er rétt segi ég bara takk fyrir það HK, að sýna smá skynsemi og reka klúbbinn á heilbrigðan hátt. Það má alveg hrósa fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann

Rooney með ráð til Arne Slot – Ráðleggur honum að bekkja þennan leikmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Í gær

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn