fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Ætluðu að ráða Ólaf en aðalstjórn greip í taumana

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2023 10:30

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stóð að Ólafur Kristjánsson yrði ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá HK en ekkert verður af því. Ástæðan er af fjárhagslegum toga. Þetta kemur fram í hlaðarpinu Dr. Football.

Ólafur, sem gegndi sem gengdi sömu stöðu hjá Breiðabliki í rúmt ár, er þrautreyndur þjálfari en ekkert verður að því að hann taki við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá HK samkvæmt nýjustu fréttum.

„Stjórn knattspyrnudeildar vildi ráða Óla Kristjáns og það var komið vel á veg en aðalstjórn HK beitti neitunarvaldi vegna skuldastöðu milli eininganna, knattspyrnudeildar við aðalstjórn,“ segir Jóhann Már Helgason í Dr. Football.

Hrafnkell Freyr Ágústsson og Arnar Sveinn Geirsson voru með honum í þættinum og skilja ákvörðun HK vel.

„Þetta er skiljanlegt. HK vill ekki vera að steypa sér í fleiri skuldir. Að mínu mati er flott að hafa þetta starf á Íslandi en þú verður ekki að hafa það,“ segir Hrafnkell.

Arnar hrósar HK.

„Ef það er rétt segi ég bara takk fyrir það HK, að sýna smá skynsemi og reka klúbbinn á heilbrigðan hátt. Það má alveg hrósa fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“