fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Segir að faðir sinn hafi ekki hjálpað stöðunni með ummælunum: Var búinn að fá sér of marga – ,,Þú ert til skammar“

433
Sunnudaginn 22. október 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale, markmaður Arsenal, hefur tjáð sig um föður sinn sem lét í sér heyra á samskiptamiðlum fyrr í mánuðinum.

Ramsdale eldri gagnrýndi þar sparkspekinginn Jamie Carragher sem hafði skotið skotum að markmanninum sem er á dag í bekknum hjá Arsenal.

Carragher gagnrýndi Ramsdale fyrir að klappa fyrir vörslu David Raya í leik gegn Tottenham en sá síðarnefndi er í dag aðalmarkvörður Arsenal eftir að hafa komið í sumar.

Ramsdale segist einfaldlega vera góður liðsfélagi og að hann hafi ekki verið með neinn leikþátt fyrir framan myndavélarnar.

Faðir Ramsdale var staddur á Spáni er hann sá ummæli Carragher og hafði engin góð orð að segja um þennan fyrrum enska landsliðsmann.

,,Þú ert til skammar, sýndu smá virðingu, sonur minn hefur gert það!“ skrifaði Ramsdale eldri í skilaboðum til Carragher.

Markmaðurinn hefur nú tjáð sig um hegðun föður síns og segist ekki vera reiður í hans garð.

,,Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðlar fjalla um mig, ég hef þurft að þagga niður í neikvæðninni áður,“ sagði Ramsdale yngri.

,,Það sem pabbi gerði hjálpaði mér ekki en hann var á Spáni í golfi með 19 félögum sínum! Verum hreinskilin, ég var ekki reiður út í hann, hann sagði ekkert rangt en hjálpaði ekki stöðunni.“

,,Hann vissi það sjálfur, hann hafði fengið sér aðeins of marga bjóra í golfinu. Ég veit að það er mikið talað um mína stöðu en það hefur engin áhrif á mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift