fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Morðvopnið í Drangahrauns-málinu líklega fundið á vettvangi fjórum mánuðum eftir ódæðið – „Þetta er skandall“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. október 2023 14:45

Maciej Jakub Talik við aðalmeðferð í Héraðsdómi. Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðvopnið í Drangahrauns-málinu svokallaða er líklega fundið, fjórum mánuðum eftir morðið og rétt eftir að aðalmeðferð þess lauk í Héraðsdómi Reykjaness. RÚV greinir frá þessu en það voru fyrrverandi eiginkona og dóttir hins myrta, Jaroslaw Kaminski, sem fundu blóðugan hníf í íbúð hans í fyrradag þegar þær voru að taka saman dót hans. Hnífurinn hefur verið sendur í flýtirannsókn til Svíþjóðar en bráðabirgðarannsóknir virðast benda til þess að mennskt blóð sé á hnífinum.

Maciej Jakub Talik, sem leigði herbergi af Jaroslaw í Drangahrauni, er grunaður um að hafa stungið hann til bana. Verjandi hans, Elimar Hauksson, segir að um skandal sé að ræða því að fundur morðvopnsins á vettvangi morðsins sýni hversu léleg vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu var. Þá hafi blóðferlarannsókn ekki verið framkvæmd sem sé ámælisvert .

Sjá einnig: Hryllingsnóttin í Drangahrauni – Meintur morðingi mættur í dómsal

„Blóðferlarannsókn hefur verið gerð í nánast öllum manndrápsmálum Íslandi síðustu ár. Slíkar rannsóknir hafa getað bætt gríðarlega miklu við í að upplýsa málsatvik í slíkum málum. Það var hins vegar ekki gert og það hefur ekki verið útskýrt með fullnægjandi hætti hvers vegna það var ekki gert. Núna kemur í ljós að vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu var ekki betri en svo að hnífurinn fannst ekki þrátt fyrir að hafa verið þarna á vettvangi og það er bara eitt um það að segja að þetta er skandall,“ segir Elimar og er á því að málið sé í uppnámi.

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari í málinu,  segir að fundurinn þurfi þó ekki endilega að hafa afdrifarík áhrif á mál

Sjá einnig: Meintur morðingi í Drangahrauni segir hinn látna hafa fjárkúgað sig – „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera“

Maciej gæti átt yfir höfði sér 16 ára fangelsi vegna ódæðisins. Hann hefur borið við sjálfsvörn og haldið því fram að Jaroslaw hafi fjárkúgað hann.

Nánar er fjallað um málið á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni