fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Sér engan tilgang í því að klára leikinn eftir hryðjuverkið í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 08:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Lindelöf, fyrirliði sænska landsliðsins, sér engan tilgang í því að klára leikinn gegn Belgíu sem var blásinn af í gær vegna hryðjuverka.

Maður sem kennir sig við ISIS samtökin myrti þá tvo sænska stuðningsmenn og einn er alvarlega slasaður. Voru þeir mættir til Brussel til að styðja sitt lið.

Báðir hinna látni voru klæddir í sænska landsliðsbúninginn. Sænska liðið fékk veður af voðaverkinu í hálfleik og neitaði að klára leikinn.

Meira:
Hryðjuverkin í Brussel náðust á myndband – Meintur árásamaður birtist og sagðist gera þetta fyrir trúna

„Belgía er komið áfram og við getum ekki farið áfram, ég sé ekki neinn tilgang til að klára leikinn,“ sagði Lindelöf eftir leik.

Staðan var 1-1 í hálfleik þegar leik var hætt. „Við lifum fyrir trú okkar, við deyjum fyrir trú okkar. Ég er að hefna mín fyrir múslima og nú hef ég drepið þrjá Svía. Ég þakka Guði, ég mun hitta hann og spámanninn glaður í bragði,“ sagði hinn meinti morðingu á myndbandinu en eins og fyrr segir er talið að tveir hafi látist í árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu