fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Auður harðorð: „Þetta er grafalvarlegt mál“ – Segir Agnesi haga sér eins og hún sé einráð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. október 2023 08:00

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, segist ætla að vona að Biskupsstofa muni bjóða umbjóðanda hennar sanngjarnar bætur í framhaldi af úrskurði úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar.

Greint var frá því í gærkvöldi að séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hafi verið vanhæf til að gegna embætti sínu eftir að skipunartími hennar rann út 1. júlí á síðasta ári. Séra Gunnar rak málið fyrir nefndinni en honum var vikið úr starfi sóknarprests Digranesprestakalls vegna kynferðislegrar áreitni. Ákvörðunin um að víkja honum var hins vegar ólögmæt þar sem Agnes hafði ekki umboð.

Séra Agnes hyggst áfrýja niðurstöðunni.

Auður Björg tjáir sig um málið við Morgunblaðið í dag og er býsna harðorð í garð kirkjunnar.

„Þetta er grafalvarlegt mál. Biskup er æðsti maður þjóðkirkjunnar og sr. Agnes hefur ekki haft umboð til starfans frá 1. júlí 2022. Það er ítrekað búið að benda biskupi og Biskupsstofu á það, en Agnes situr sem fastast og gefur ekkert fyrir þessar ábendingar eins og hún sé einráð,“ segir hún og bætir við að mál séra Gunnars sé sorgarsaga og dæmi um hvernig Þjóðkirkjunni hafi mistekist í mannauðsmálum sínum.

„Hún hefur brotið gróflega gegn honum og ég ætla bara að vona að í framhaldi af þessu muni Biskupsstofa bjóða umbjóðanda mínum sanngjarnar bætur og úrlausn sinna mála,“ segir Auður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast